Geðlestin í FAS

25.okt.2022

Það voru aldeilis góðir gestir sem komu í dag  til okkar í FAS. Það voru aðilar á vegum Geðlestarinnar en Geðlestin er geðfræðsla fyrir nemendur í efri bekkjum grunnskóla og framhaldsskóla sem byggir á þeirri staðreynd að við búum öll við geð rétt eins og við erum með hjarta. Á lífsleiðinni er mjög líklegt að við lendum í mótvindi og þurfum jafnvel að leita okkur aðstoðar. Öflug geðrækt frá unga aldri út lífið er besta ráðið til að takast á við þær áskoranir sem lífið færir okkur. Geðlestin er samstarfsverkefni Geðhjálpar og Hjálparsíma Rauða krossins 1717 og er verkefnið er styrkt af félagsmála- og heilbrigðisráðuneytunum.

Það var víða komið við í fræðslunni í dag. Gestirnir deildu reynslu sinni og hvaða leið þeir fóru til að takast á við lífið þegar á móti blæs. Og það eru svo sannarlega til leiðir til að takast á við vandamál. En það þurfa ekki heldur að vera vandamál til staðar, við þurfum alltaf að rækta geðheilsuna til að okkur líði sem best.

Með Geðlestinni í dag var rapparinn Flóni og tók hann nokkur lög við góðar undirtektir. Við þökkum gestunum kærlega fyrir komuna og viljum benda öllum á að muna eftir að rækta bæði sál og líkama.

 

 

Aðrar fréttir

Útskriftarefni dimmitera

Útskriftarefni dimmitera

Það má segja að allt hafi verið á hvolfi í FAS í morgun. Ástæðan er sú að væntanleg útskriftarefni ákváðu að breyta hefðbundinni uppröðun í rýmum skólans og laga þar aðeins til. Þar var hugmyndflugið látið ráða og ekki verið að velta mikið hönnun innandyra fyrir sér....

Útskrift frá FAS

Útskrift frá FAS

Útskrift frá FAS fer fram laugardaginn 25. maí í Nýheimum. Athöfnin hefst að þessu sinni klukkan 12:30. Það verða útskrifaðir stúdentar og einnig nemendur úr fjallamennskunámi FAS. Allir eru velkomnir á meðan að húsrúm leyfir og við vonumst til að sjá sem...

Nýtt nemendaráð kynnt

Nýtt nemendaráð kynnt

Það er heldur betur farið að styttast í yfirstandandi skólaári og þá er ekki seinna að vænna en að fara að huga að næsta skólaári. Undanfarin ár hefur nemendaráð verið kynnt í lok skólaárs. Að þessu sinni kom eitt framboð og það því sjálfkjörið. Það eru þær Helga...